2D Platformer tölvuleikur
Spilarinn (djöfullinn) byrjar s.s. í helvíti og þarf að klifra upp pallana (e. platforms) í því borði og berjast við óvini á sama tíma. Í helvíti eru það beinagrindur sem mæta spilara, og höggva þær frá sér ef komið er of nálægt, þannig best er að vera fyrri til. Hljóðin sem heyrast í bakgrunni spila mikið hlutverk í að skapa stemminguna í helvíti og eru hin ýmsu hljóð notuð í næstu borðum. Þegar farið er í gegnum dyrnar efst í helvíti, kemst spilari upp á jörðina og er þar skammt frá borg og má heyra í kliði hennar.
Sama gildir á jörðinni og í helvíti hvað varðar palla og þarf spilari að halda áfram að stökkva upp og færa sig nær himnaríki. Á leiðinni eru svo hermenn með sverð og ætla þeir sér einnig að koma spilara úr leik. Lyftan í himninum færir svo spilara á lokaborð leiksins, upp fyrir skýin.
Í þessu lokaborði þarf spilarinn að hafa varann á, því ekki er nóg með það að engla-riddararnir séu að reyna kála honum, heldur brotna íspallarnir undan honum eftir stuttan tíma, og því er mikilvægt að vera fljótur og passa sig að ná hoppunum, því eftir um 5 sekúndur frá því spilari svo mikið sem snertir íspall, brotnar hann og er þá farinn fyrir fullt og allt. Spilari kemst svo loks til himnaríkis og vinnur leikinn eftir að hafa gengið inn um hliðið í skýjunum.